SAGA DYNJANDA

Dynjandi ehf, sem var stofnað árið 1954 og er brautryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum hefur sérhæft sig í að kynna og útvega viðurkenndan öryggisbúnað, persónuhlífar og vinnufatnað fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi. Áratuga reynsla og sérþekking okkar á þessu sviði þykir traustvekjandi.

Í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins og öryggisfulltrúa helstu fyrirtækja hérlendis hefur Dynjandi ehf. átt drjúgan þátt í að stuðla að aukinni notkun öryggisbúnaðar, svo sem öryggis- og vinnuskófatnaðar, vinnu- og hlífðarfatnað, hjálma, hlífa og öndunargríma, enda hefur búnaður frá Dynjanda ehf. komið í veg fyrir alvarleg slys á vinnustöðum í yfir 40 ár.

Mikilvægi öryggisbúnaðar verður aldrei ofmetið og því er það ásetningur fyrirtækisins að halda forystusæti í átaki í öryggismálum

Dynjandi var valið framúrskarandi fyrirtæki árið 2017 af Creditinfo fyrir framlag þess til atvinnulífsins á Íslandi. Aðeins þau fyrirtæki sem mæta kröfum settum af Creditinfo fá þann stimpil, en það eru 2.2% af fyrirtækjum á landinu.