ÖRYGGISSTAÐLAR

Hafa samband

Samkvæmt 1. mgr. 48. gr. Laga nr. 46/1980 um aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er óheimilt að selja svo og nota persónuhlífar nema þær beri CE-merkingu. Þar að auki þurfa persónuhlífar að bera viðeigandi EN (European norm) staðal.

CE-merkingin staðfestir að varan uppfylli þær grunnkröfur um heilsu og öryggi samkvæmt reglum nr. 501/1994 um gerð persónuhlífa, þó skal taka fram að CE-merkingin er á engan hátt gæðastimpill umfram það sem getið er í reglunum.

Til að varan hljóti CE-merkingu þarf hún að standast kröfur sem gerðar eru um sambærilegar vörur, svokallaðan EN staðal. Í EN staðlinum er tilgreindar þær prófanir sem gera þarf á vörunni áður en hún hlýtur vottun. Með þessu er tryggt að allar persónuhlífar í sama flokki eru prófaðar samkvæmt sömu forskrift. Allir öryggishjálmar sem selja á í löndum sem eiga aðild að Evrópska efnahagssvæðinu eru því prófaðir á nákvæmlega sama hátt af stofnun sem hefur fengið til þess heimild.

Með þessu er verið að tryggja að notandinn þurfi ekki að velkjast í vöngum yfir því hvort varan sé í raun örugg eða ekki.

Nánar má lesa um CE merkið og þær reglur sem um það gildir á síðu Vinnueftirlitsins www.ver.is .

Dynjandi býður eingöngu upp á persónuhlífar sem hlotið hafa viðurkenningu auk þess að koma frá öruggum framleiðanda. Persónuhlífar eru ætlaðar til að vernda notandann fyrir veikindum, slysi og jafnvel dauða, áhættan í því að bjóða ódýrari eða lélegri vöru er því aldrei þess virði.