RAFSTÖÐVAR – ÁREIÐANLEGAR LAUSNIR FYRIR ALLAR AÐSTÆÐUR
Rafstöðvar tryggja stöðugt rafmagn fyrir heimili, fyrirtæki og iðnað. Við bjóðum upp á varaaflstöðvar sniðnar að þínum þörfum, sem tryggja órofið rafmagn ef rafmagnsleysi verður.
Hjá okkur finnurðu mikið úrval af bensín rafstöðvum og dísel rafstöðvum, allt frá litlum flytjanlegum einingum fyrir heimili og ferðalög til stórra iðnaðarrafstöðva fyrir krefjandi aðstæður. Rafstöðvarnar eru hannaðar fyrir hámarks áreiðanleika og afköst. Þær koma í mismunandi stærðum og afkastagetu til að mæta þínum þörfum.
Við bjóðum einnig upp á sérsniðnar lausnir, hvort sem þú þarft varaaflstöð fyrir neyðartilvik, afskekkt svæði eða stöðuga orkuöryggislausn. Dynjandi – traust rafmagn þegar þú þarft á því að halda.