Öryggið

Skoða öryggisvörur

Dynjandi hefur í hálfa öld selt og þjónustað Íslenskt atvinnulíf með persónuhlífar og á þeim langa tíma safnast upp mikil þekking og reynsla. Þessari þekkingu ásamt leiðbeiningum ætlum við að miðla á þessari síðu, notendum okkar búnaðar til þæginda.

Það eitt að kaupa sér rétta persónuhlíf er ekki nóg því rétt notkun og viðhald skiptir öllu máli til að verja notandann. Smá saman munum við bæta við efni en ef þú hefur ábendingar eða athugasemdir þá endilega láttu okkur vita, með því verður uppbygging þessa gagnabrunns markviss og öllum til góða.

ÖNDUNARGRÍMUR OG SÍUR

Dynjandi býður mikið úrval öndunargríma og öndunarbúnaðar. Hér er að finna nokkrar haldgóðar upplýsingar sem tengjast þeim búnaði.

Skoða vörur
Skoða
Skoða

FALLVARNIR

Þegar velja og nota þarf fallvarnarbúnað þarf að hafa nokkur atriði í huga. Einstaklingurinn sem notar slíkan búnað verður að hafa fengið rétta kennslu í notkun á búnaðnum.

Dynjandi býður upp á námskeið þar sem farið er yfir grunnþætti fallvarnarbúnaðar, notkun hans og meðhöndlun. Námskeiðið tekur tvær klukkustundir og í lok þess fá þátttakendur viðurkenningarskjal. Fjöldi þátttakanda er yfirleitt í kringum tíu aðilar en einnig er boðið upp á sér námskeið fyrir fyrirtæki þar sem hægt er að bæta við öryggisþáttum eða sníða námskeiðið frekar að þörfum fyrirtækisins.

Vanda þarf val á búnaði þannig að hann henti við þær aðstæður sem hann á að notast við. Fallvarnarbelti eru til að mynda til í mörgum útfærslum og gerðum allt eftir verkefnum svo og mikið úrval af fallvarnarlínum, vinnulínum, fallvarnarblökkum og ýmsum tengdum búnaði. Starfsmenn Dynjanda hafa hlotið grunnþjálfun til að aðstoða við val á almennum fallvarnarbúnaði en sérhæfðir starfsmenn sjá um aðstoð við flóknari aðstæður. Fallvarnarbúnaður rétt eins og allar aðrar persónuhlífar verða að hafa hlotið viðeigandi vottun (EN staðal) svo leyfilegt sé að nota hann til vinnu.

Allan fallvarnarbúnað á að færa til skoðunar að minnsta einu sinni á ári. Aðili sem viðurkenndur er af framleiðanda hefur einn heimild til að skoða búnaðinn og votta hann. Dynjandi býður að sjálfsögðu þessa þjónustu og getur tekið út og vottað allan þann búnað sem hann hefur selt. Líftími fallvarnarbúnaðar er mismunandi eftir framleiðendum. Búnaður frá Sala og Miller hefur til að mynda tíu ára líftíma.

Dynjandi býður einnig úrval björgunarbúnaðar ætlaðan til björgunar úr hæð því mikið atriði er að viðbragsáætlun sé til ef starfsmaður fellur í fallvarnarbúnaði og búnaður sé til staðar til að ná honum niður. Starfsmenn Dynjanda eru ávalt reiðubúnir til aðstoðar og ef einhverjar spurningar vakna hvort sem er um fallvarnarbúnað almenn eða flóknari atriði þá ekki hika við að leita til þeirra.

Skoða vörur