Björgunarblökk Milan 2.0

Vörunúmer: STA029 LÝSING:
Milan 2.0 Power björgunarblökk. Blökkina er hægt að nota bæði til að lyfta og láta mann síga við björgun.
Svona tækni er gagnleg t.d. við byggingu á stórhýsum, í vindmyllum, í krönum eða allsstaðar þar sem þarf að koma fólki til bjargar úr hæð.
Annar endi snúrunnar er festur í fastan punkt, eins og t.d. efst í vindmyllu eða krana, og blökkin fest í fallvarnarbelti og svo notuð til að síga niður.
Það getur t.d. verið til að komast úr neyð, eða til að bjarga öðrum einstakling sem hefur fallið og hangir fastur í fallvarnarbelti.
Hægt er að snúa blökkinni með rafknúnum mótor. Notuð er sérstök rafmagnsvél frá Skylotec. Einnig er hægt að handsnúa blökkinni.
Svo er möguleiki að festa blökkina í fasta punktinn og stýra björgunaraðgerðinni þaðan.
Þá er einn maður uppi og getur fylgst með hinum aðilanum síga niður, hægt á honum eða lyft honum upp með því að snúa hjólinu ef þess þarf.
Hámarksþyngd: 140 kg.
Þyngd blakkarinnar: 4,90 kg.
 
Flokkar: ,

Aðrar upplýsingar