UM DYNJANDA

Dynjandi ehf., stofnað 1954, er brautryðjandi á sviði öryggismála á vinnustöðum og hefur áratugareynsla og sérþekking aflað fyrirtækinu trausts meðal viðskiptavina og annars fagfólks. Viðurkenndur öryggisbúnaður, persónuhlífar og vinnufatnaður fyrir starfsfólk í íslensku atvinnulífi er meðal þess sem fyrirtækið hefur sérhæft sig í að kynna.

Sala og þjónusta bæði fyrir háþrýstidælur (m.a. fyrir byggingariðnað) og þvottakerfi í frystihús og skip er nokkuð sem Dynjandi hefur tekið sér fyrir hendur, sem og sala og þjónusta fyrir rafstöðvar og mótorrafsuðuvélar. Varaaflsvélar, sala þeirra og uppsetning, er einnig hluti af starfseminni. Fyrirtækið hefur svo ýmsar dælur, ryksugur, vatnssugur, gufugildrur, gufulokur og margt fleira á boðstólum.

Verslun Dynjanda er í Skeifunni 3H, en að auki er þar að finna þjónustuverkstæði og varahlutaverslun fyrir þau tæki og vélar sem Dynjandi selur og þjónustar.

Opnunartími er sem hér segir:
Alla virka daga frá kl: 08:00-17:00
Lokað um helgar.

DYNJANDI EHF.
Kt: 6102840359
VSK. nr.: 25307
Opið virka daga 8:00 – 17:00
Skeifunni 3 108 Reykjavík
Sími 588 5080 – Fax 588 5081

verslun@dynjandi.is