Evr­ópu­sam­bandið bann­ar sölu á grím­um til Íslands

Evr­ópu­sam­bandið bann­ar birgj­um í lönd­um inn­an sam­bands­ins að selja and­lits­grím­ur og ann­an per­sónu­leg­an hlífðarbúnað út fyr­ir sam­bandið. Þetta þýðir að slík­ar vör­ur eru ekki send­ar til Íslands. Af­greiðslu­bannið gild­ir í sex vik­ur. And­lits­grím­ur og ann­ar hlífðarbúnaður, sem heil­brigðis­starfs­fólk og aðrir í fram­lín­unni þurfa, er þegar upp­seld­ur hjá birgi hér á landi.

Fyr­ir­tækið Dynj­andi, sem sel­ur ör­ygg­is­vör­ur hér á landi, fékk þessi svör í gær frá birgj­um sín­um í Þýskalandi og Ítal­íu. Það sama gild­ir um Nor­eg.

„Þetta er skelfi­leg staða,“ seg­ir Þor­steinn Austri, sölu­stjóri hjá Dynj­anda. Beðið er svars frá þriðja birg­in­um núna en send var inn um­sókn fyr­ir hönd heil­brigðis­yf­ir­valda og óskað eft­ir til­tekn­um hlífðarbúnaði. Ekki er búið að af­greiða hana og viðbúið að það taki lang­an tíma því um­sókn­in fer í ferli inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og þá er ákveðið hvort var­an sé seld til Íslands sem og magnið. „Eft­ir­spurn­in er auðvitað rosa­leg. Við vit­um ekki hvort við fáum sama svar frá þeim og hinum. Við von­um auðvitað ekki,“ seg­ir hann.

Í morg­un hafði Dynj­andi sam­band bæði við ut­an­rík­is­ráðuneytið og at­vinnu­málaráðuneytið og greindi þeim frá stöðunni. Þor­steinn seg­ir að þá hafi eng­inn vitað hver ætti að taka bolt­ann. „En ég trúi ekki öðru en ís­lensk stjórn­völd geri allt sem þau geta til að ýta ein­hverju í gang,“ seg­ir Þor­steinn. Staðan kom þeim í opna skjöldu, að sögn Þor­steins.

Vör­urn­ar sem vant­ar sár­lega eru meðal ann­ars: and­lits­grím­ur, hlífðarfatnaður, einnota hansk­ar, and­lits­gler­augu og hlíf­ar svo fátt eitt sé nefnt.

Þor­steinn tek­ur fram að þegar sé orðinn skort­ur á ýms­um öðrum vör­um. Marg­ar af þeim eru fram­leidd­ar í Kína, bæði að öllu leyti eða íhlut­ir og svo sett­ar sam­an í Evr­ópu. „Það er al­gjört stopp í þessu. Þetta hef­ur ótrú­leg áhrif,“ seg­ir hann.