HÁÞRÝSTIDÆLUR

Dynjandi býður mikið og gott úrval af háþrýstidælum og búnaði tengdum þeim. Á þessari síðu má finna haldgóðar upplýsingar bæði hvað varðar öryggi og viðhald.

Öryggismál
Öryggið skiptir miklu máli og því er hér hægt að nálgast öryggisleiðbeiningar á Íslensku.
Smellið hér til að sjá öryggisleiðbeiningar.

Viðhaldsmál
Gott viðhald eykur endingu og rekstraröryggi. Hér eru nokkrar ábendingar varðandi almennt viðhald en þar að auki er þjónustuverkstæði Dynjanda sérhæft í þjónustu og viðhaldi á þeim háþrýstidælum sem við seljum. Gott ráð er því að koma með dælurnar í reglubundið eftirlit, að minnsta einu sinni á ári.

Olíuskipti
Eftir fyrstu 50 klukkustundirnar í notkun skal skipta um olíu á dælunni, ef dælan er drifin af bensín eða dísil mótor skal um leið skipta um olíu á mótornum. Eingöngu skal nota viðurkennda olíu á dælurnar en hún færst í verslun Dynjanda auk þess sem hana er hægt að versla í gegnum vefverslun okkar undir liðnum háþrýstidælur.

Olíu skal síðan skipta um á dælunni í að minnsta einu sinni á ári, því meira sem dælan er notuð því oftar mælumst við til að skipt sé um olíu. Ef dælan er drifin af bensín eða dísil mótor skal fylgja fyrirmælum framleiðanda hans um olíuskipti.

Aukahlutir
Dynjandi býður mikið úrval aukahluta fyrir háþrýstidælur. Sem dæmi má nefna kraftspúla, niðurfallshreinsisett, rör á byssur í ýmsum útfærslum, votsandsblástursbúnað, sogbúnað (til að soga t.d. upp úr brunnum) gólfhreinsidiska, slöngukefli og svo mætti lengi telja. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar eða skoðið úrvalið í vefverslun okkar undir liðnum háþrýstidælur.

Viðhalds og varahlutaþjónusta
Dynjandi er með viðhalds og varahlutaþjónustu fyrir þann búnað sem fyrirtækið selur. Þjónustudeildin er opin alla virka daga milli klukkan 8:00 til 17:00. verk@dynjandi.is.

Fara í vefverslun!