Athugið að þessi galli er í herrasniði – vinsamlegast skoðið stærðartöflu.
Slitsterkur og hlýr kuldagalli frá Univern.
Sterkur og endingargóður vetrargalli með hlýju fóðri sem hentar vel í krefjandi vinnuaðstæðum. Gallinn er með góðu sniði og stillanlegt mittisbelti sem hægt er að fjarlægja.
Innan í skálmum eru snjólásar sem halda snjó og kulda úti, og rennilásar upp að mitti til að auðveldara sét að fara í gallann, jafnvel í skóm. Einnig eru vasar fyrir hnépúða inni í skálmunum fyrir aukin þægindi við vinnu.
Gallinn er bæði vatns- og vindheldur, með límdum saumum og vatnsþéttum rennilásum sem tryggja að vatn leki ekki inn. Á hliðunum eru rennilásar sem má opna til að bæta loftflæði, sem er hentugt þegar unnið er lengi í gallanum.
Gallinn er með brjóstvasa á hægra brjósti, tvo hliðarvasa í mitti og innri brjóstvasa vinstra megin – allir með vatnsheldum rennilásum. Hettuna er hægt að fjarlægja eftir þörfum. Gallinn er með endurskini fyrir aukið öryggi.
Efni: 100% pólýester
Vatnsheldni: 30.000 mm
Öndun: 25.000 g/m²/24h
Þottur: 40°C, má ekki setja í þurrkara

















