Sölu­bann ESB brot á EES-samn­ingn­um

„Við höf­um komið skila­boðum skýrt á fram­færi við Evr­ópu­sam­bandið, í sam­vinnu við EFTA-rík­in, að þetta sé ekki í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn. Ég geri fast­lega ráð fyr­ir því að þessu verði kippt í liðinn,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra um bann ESB við sölu á á per­sónu­leg­um hlífðarbúnaði út fyr­ir sam­bandið.

And­lits­grím­ur, hlífðarfatnaður, einnota hansk­ar, hlífðargler­augu og ann­ar per­sónu­leg­ur hlífðarbúnaður sem heil­brigðis­starfs­fólk og aðrir í fram­lín­unni þurfa, er þegar upp­seld­ur hjá birgi hér á landi.

Þor­steinn Austri, sölu­stjóri hjá Dynj­anda, sagði í sam­tali við mbl.is í morg­un að staðan væri skelfi­leg. Fyr­ir­tækið fékk þau svör frá birgj­um sín­um í Þýskalandi, Ítal­íu og Nor­egi í gær að ekki væri hægt að selja Íslend­ing­um þess­ar vör­ur vegna banns Evr­ópu­sam­bands­ins.

Guðlaug­ur Þór ger­ir ráð fyr­ir að búið verði að leysa úr mál­inu fyr­ir lok dags þannig að hægt verði að fá þenn­an búnað til lands­ins.

„Auðvitað höf­um við líka leitað annarra leiða í sam­vinnu við önn­ur ráðuneyti, en þetta er ekki í sam­ræmi við EES-samn­ing­inn þannig að við ger­um ráð fyr­ir að fram­kvæmda­stjórn­in leysi úr þessu,“ árétt­ar Guðlaug­ur Þór.